Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 12:57:49 (1491)

2000-11-09 12:57:49# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[12:57]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefur auðvitað mjög margt breyst í skattumhverfinu, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum, ekki síst hefur það breyst hjá sveitarfélögunum vegna þess að góðærið í landinu hefur aukist og því hafa sveitarfélögin fengið auknar tekjur. Það er augljóst mál þegar maður lítur á handbók sveitarfélaganna að mjög misjafnt er hvernig sveitarfélögin nýta sér tekjustofna sína og það er gott að svo sé vegna þess að sveitarfélögin eiga að hafa ákveðið frelsi til að ákveða sína skattlagningu og það kemur auðvitað fram að sveitarfélögin vilja hafa það svigrúm að geta ákveðið rekstur sinn og umfang með því að hafa mismundi álagningu innan þeirru ákveðnu marka sem lög leyfa.