Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 13:00:06 (1493)

2000-11-09 13:00:06# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[13:00]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Við getum verið sammála um að fasteignagjöldin eru mjög óréttlátur tekjustofn eins og þau eru lögð á núna, miðað við það að fasteignir séu staðsettar í Reykjavík.

Ég skildi ekki alveg hv. þm. en reikna með því að hann sé samþykkur þessari breytingu. Við áttum hins vegar sennilega bæði þátt í þessu á sínum tíma þegar verið var að koma þessu á ... (KLM: Ég var að spyrja hvort ... mundu hækka 2002.) þegar sveitarstjórnarmenn börðust fyrir þessu. Þetta mun ekki hafa þau áhrif að tekjur sveitarfélaganna lækki vegna þess að það koma framlög til þeirra í gegnum jöfnunarsjóðinn á móti þeim upphæðum sem íbúar sveitarfélaga á landsbyggðinni munu fá í lækkun á sínum sköttum og álögum og það skiptir auðvitað mjög miklu máli. Það varð að leysa þetta mál á þann hátt að koma þessu réttlæti á með því að sveitarfélögin fengju þá tekjur á móti annars staðar frá.