Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 15:16:39 (1516)

2000-11-09 15:16:39# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., GÁS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[15:16]

Guðmundur Árni Stefánsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar að bæta örlitlu í þennan belg. Ég sagði í ræðu minni í morgun að það hefði verið eðlilegt og raunar sjálfsagt að hæstv. fjmrh. væri viðstaddur umræðuna því hér er um bandorm að ræða. Þó að hlið hans á málinu komi ekki formlega inn á dagskrá þessa fundar fyrr en síðar í dag hafa menn rætt málið í heild og breidd. Það er augljóst mál að Sjálfstfl. ætlar að hafa þann háttinn á að Framsfl. sér um að hækka álögurnar en svo kemur fjmrh. í eftirmiðdaginn og ætlar að lækka tekjuskatt um þriðjung. Ef framsóknarmönnum líður vel undir því, að draga vagninn enn og aftur, þá þeir um það, ég ætla ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hitt er annað mál að mér hefði þótt ástæða til að eiga orðastað við Sjálfstfl., flokk með 26 þingmenn á hinu háa Alþingi. Ef þeir eru innan dyra þætti mér vænt um ef forseti hefði nokkur tök á því að koma þeim í þennan sal þannig að þeir verði a.m.k. viðstaddir umræðuna og læri eitthvað af henni.

(Forseti (ÁSJ): Forseti mun gera sitt besta til að fulltrúar beggja stjórnarflokkanna séu viðstaddir umræðuna. )