Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 15:42:06 (1520)

2000-11-09 15:42:06# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[15:42]

Jón Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Það er þetta að Framsfl. hafi gleymt landsbyggðinni og að þessar tillögur sýni það. Það er alveg ljóst að þessar tilögur fela í sér mjög góð ákvæði fyrir sveitarfélögin á landsbyggðinni. Það hefur verið lögð á það mikil áhersla frá sveitarstjórnarmönnum á landsbyggðinni að halda þeim 700 milljónum inni sem eru greiddar í jöfnun vegna búseturöskunar. Með breytingunni á fasteignaskattinum er verið að ákveða skattalækkun fyrir landsbyggðina upp á 1.100 millj. kr. Svo koma hv. landsbyggðarþingmenn Samfylkingarinnar og segja að menn hafi gleymt landsbyggðinni, þegar (Gripið fram í: Hvað með útsvörin ...?) verið er að mæla hér fyrir skattalækkun fyrir landsbyggðina upp á 1.100 millj. kr. (Gripið fram í.) sem er mesta landsbyggðaraðgerð sem hefur verið hér til umræðu í nokkur ár. (Gripið fram í: Þú tekur það svo til baka aftur.) (Gripið fram í.) Menn skyldu nú athuga hvað þeir eru að tala um í þessum efnum því að mér er mjög vel kunnugt um að þær aðgerðir sem þessar tillögur mæla fyrir um eru mjög vel séðar á landsbyggðinni. (Gripið fram í: Að sjálfsögðu.) Ég veit að hv. 3. þm. Norðurl. v. veit þetta sem sveitarstjórnarmaður þó að hann vilji láta annað í veðri vaka hér. Það er mannlegt. En raunveruleikinn er nú svona.