Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 16:24:26 (1526)

2000-11-09 16:24:26# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[16:24]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef menn hafa þá afstöðu sem hv. þm. nefndi gæti auðvitað ýmislegt gerst en sem betur fer er það ekki þannig.

Mér þótti það athyglisverð útskýring á afstöðu hv. þm. að hann kallaði sjálfan sig ,,ég`` en ekki ,,við`` vegna þess að hann vildi ekki taka á sig að vera talsmaður Sjálfstfl. (Gripið fram í: Neitar því.) og neitar því að vera talsmaður Sjálfstfl., alla vega í þessari umræðu.

Hv. þm. sagði líka að sveitarfélögin hefðu fengið gjaldstofn. Það er rétt. Hann varpaði líka fram spurningunni: Var rétt reiknað? Mér fannst hann taka afstöðu til þeirrar spurningar í fyrri ræðu sinni þar sem hann sagði að sveitarfélögin þyrftu ekki að fá meira, þau ættu bara að standa sig í rekstrinum. Ég man ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði það en þannig skildi ég það sem hv. þm. sagði. Þess vegna spyr ég aftur: Hefur hv. þm. ekki farið þannig yfir þessi mál að hann geti gert sér grein fyrir því hvort hann telji að nægilega langt sé gengið til móts við sveitarfélögin miðað við þau verkefni sem þau hafa núna tekið og það frv. sem hér er til umræðu?