Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 19:07:07 (1566)

2000-11-09 19:07:07# 126. lþ. 22.5 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., ArnbS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[19:07]

Arnbjörg Sveinsdóttir (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það liggur náttúrlega ljóst fyrir að þessi mál voru öll á dagskrá í dag. Búast mátti við því að eitthvað mundi teygjast úr umræðunni og kannski ekkert fráleitt að það hefði verið ákveðið fyrir fram að halda kvöldfund. Hins vegar get ég vel fallist á það í góðu samkomulagi við nefndarmenn í félmn. að við sendum frumvörpin út til umsagnar á morgun. Reyndar komu hv. þm. Samfylkingar í félmn. að máli við mig og stungu upp á þessu áðan. Ég met það mikils að þeir hv. þm. eru tilbúnir til góðs samstarfs varðandi þessi mál. Þess vegna tel ég það fyrir mína parta mjög til bóta að fá þá niðurstöðu að stjórnarandstaðan er tilbúin til að greiða fyrir málinu og þykir það góðs viti um framgang þess. Eins og hér hefur komið fram er það mjög mikilsvert fyrir sveitarfélögin í landinu að málið geti klárast sem fyrst.