Framhald umræðu um tekjustofna sveitarfélaga og skyld mál

Fimmtudaginn 09. nóvember 2000, kl. 19:20:46 (1575)

2000-11-09 19:20:46# 126. lþ. 22.93 fundur 98#B framhald umræðu um tekjustofna sveitarfélaga og skyld mál# (um fundarstjórn), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 126. lþ.

[19:20]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég var búinn að biðja um orðið og ætla að koma því að sem ég vildi segja. Það var að ef menn sjá sér ekki færi á því að ræða þessi mál saman á mánudaginn verði þau mál, sem liggja fyrir á dagskránni og tengjast þessu, tekin á undan í umræðuna og menn ljúki síðan umræðunni sem hefur farið fram í dag. Það er einfaldlega betri bragur á því, menn fá þá tækifæri til þess að ljúka umræðunni þannig að búið sé að fara yfir rökin í hinum málunum. Ég held að það væri þá a.m.k. skárra ef menn treysta sér ekki til þess að leyfa umræður um málin saman.

Ég fagna því að menn hafa náð saman um þessa málsmeðferð og vonast til þess að mánudagurinn henti greinilega betur fyrir þingmenn til að mæta til umræðu hér en þessi dagur, a.m.k. sumum þingflokkum.