Efnahagsstefnan

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:08:07 (1583)

2000-11-13 15:08:07# 126. lþ. 23.1 fundur 105#B efnahagsstefnan# (óundirbúin fsp.), forsrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:08]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson):

Herra forseti. Sem betur fer eru ýmsir þættir bæði haldgóðir og hressandi um þessar mundir. Aðalvandamálið sem menn hafa verið að horfa á og fundið mest að er hin mikla þensla sem talað hefur verið um. Nú er það svo að flestir viðurkenna að úr þenslunni er að draga og um leið og úr þenslunni dregur er ljóst að hjá þeim sem hafa spáð í þensluna og lifað í skugga hennar eða notað hana sem byr í seglin, getur slegið í baksegl þegar úr þenslunni dregur.

Hins vegar er það ánægjuefni að vanskil einstaklinga í bönkum og hjá Íbúðalánasjóði hafa ekki aukist. Þvert á móti stendur fólk vel í skilum og það er einmitt jákvætt tákn en ekki neikvætt.

Ég hef því miður ekki lesið þessa grein þessa ágæta manns. Það er margt af þessu tagi sem maður reyndar ekki les. Ég geri hins vegar ráð fyrir því að hv. þm. hafi lesið þetta vel og gaumgæfilega.