Innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:13:19 (1587)

2000-11-13 15:13:19# 126. lþ. 23.1 fundur 106#B innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:13]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Svarið við spurningunni er að mér er tjáð að Norðmaðurinn hafi dáið úr því afbrigði sem ekki snýr að kúariðu. Þrír Íslendingar hafa t.d. dáið úr því afbrigði. Ég hygg að það liggi fyrir að hann dó úr því afbrigði. Við höfum fylgst með því.

Það má enginn snúa út úr þessari tilraun. Þessir fósturvísar eru ekki komnir til afnota fyrir bændur. Þeir eru komnir hér í tilrauna- og samanburðarskyni þar sem bera á saman íslenskar kýr, norskar og blendingskýr. Ákvörðun um hvort íslenskir bændur muni nýta sér þetta verður ekki tekin fyrr en eftir átta eða tíu ár. Á þeim tíma verður hið mikla ræktunarátak sem ég stóð fyrir að gert yrði, ríkisstjórnin stendur að baki því að setja í gang mikið ræktunarátak, kannski mesta ræktunarátak með íslensku kúna í 1100 ár þannig að hún verður orðin sigurvænleg á þeim tíma, blessunin.