Innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:14:38 (1588)

2000-11-13 15:14:38# 126. lþ. 23.1 fundur 106#B innflutningur á fósturvísum úr norskum kúm# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:14]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Hér kemur hæstv. ráðherra með þær upplýsingar að nefndur Norðmaður hafi ekki dáið úr því afbrigði Creutzfeldt-Jakobs sjúkdómsins sem tengist smiti frá kúm en ég vil eftir sem áður benda á hættur af smiti í kúastofnum erlendis. Er því ekki óráðlegt að fara út í þessa tilraun eins og staðan er?

Það hafa líka komið fram ábendingar um kynbætur á íslensku kúnni með öðrum ráðum en innflutningi á fósturvísum. Miðað við þær aðstæður sem við búum við hefði ég talið ráðlegra að byrja á þeim áður en farið er út í þessa tilraun, miðað við þá smitsjúkdóma í nautgripum sem eru í gangi í heiminum í dag.