Starfsmannamál Ríkisútvarpsins

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:26:13 (1597)

2000-11-13 15:26:13# 126. lþ. 23.1 fundur 107#B starfsmannamál Ríkisútvarpsins# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:26]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Miðað við þær röksemdir sem hv. þm. hafði í ræðu sinni þá eru 80% starfsmanna Ríkisútvarpsins starfsmenn sem hafa starfað lengur heldur en ég hef komið að afskiptum af Ríkisútvarpinu og lengur væntanlega heldur en Sjálfstfl. hefur starfað í menntmrn., miðað við þær röksemdir sem hv. þm. gaf sér.

Það sem ég er að segja er að mér kemur mjög á óvart að 80% starfsmanna við eina stofnun, sem hafa verið ráðnir til starfa við stofnunina, telji að ómálefnalega hafi verið staðið að þeirri ráðningu. Menn hljóta að vera að spyrja um eitthvað annað þegar þeir eru að velta þessu fyrir sér og ef spurningin snýst um það að ekki eigi að fara með þessi mál fyrir útvarpsráð og starfsmannamál Ríkisútvarpsins þá ég er tilbúinn að beita mér fyrir því og hef boðað það áður hér í þingsölum í sambandi við breytingar á lögum um Ríkisútvarpið.