Sjúkraflug

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 15:30:56 (1601)

2000-11-13 15:30:56# 126. lþ. 23.1 fundur 108#B sjúkraflug# (óundirbúin fsp.), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[15:30]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Þar sem ég er ekki með alla samninga við höndina mun ég bara leggja þá fyrir hv. þm. og hann getur fengið að sjá þá samninga sem eru í gangi. Ekki verður samið við neinn aðila þar til útboðinu lýkur eða við göngum frá útboðinu vegna þess að við höfum ekki getað samið við aðila. Það er ekki eins einfalt og hv. þm. vill vera láta. Ef það væri þá værum við fyrir löngu búin að semja. En eins og ég segi, við verðum að nýta það sem við höfum, eins og þyrluna, á meðan ekki er samið. En við aðra samninga er það að segja að hann getur fengið þá og skoðað.