Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 16:46:58 (1625)

2000-11-13 16:46:58# 126. lþ. 23.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[16:46]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að sé kannski nokkuð djúpt í árinni tekið hjá hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni þegar hann talar um gorgeir hjá öðrum. Ég held hann ætti að passa sjálfan sig á því. Hann er með fráleita útúrsnúninga um afstöðu einstakra sveitarstjórnarmanna. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Neskaupstað, og Eggert Jónsson borgarhagfræðingur skrifuðu báðir undir nefndarálit tekjustofnanefndar, að vísu með bókun um að þeir teldu að þeir þyrftu að fá meiri peninga. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hallaði ekki orði að því að þetta væri ósanngjörn niðurstaða, þetta væri niðurstaða sem menn yrðu að una. Ég fyrir mitt leyti er stoltur af því að hafa átt tækifæri til að ,,presentera`` þetta góða niðurstöðu fyrir sveitarfélögin í landinu, sérstaklega fyrir dreifbýlissveitarfélög.