Tekjustofnar sveitarfélaga

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 16:49:05 (1627)

2000-11-13 16:49:05# 126. lþ. 23.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[16:49]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Því miður hafði ég ekki tækifæri til að tala mikið við kjósendur mína fyrir síðustu kosningar því þá lá ég í bælinu. En hækkun útsvars sem hér er verið að tala um er ekki neitt svakaleg. Útsvarsbyrði einstaklings eða fjölskyldu með 8 millj. kr. árstekjur er ekki nema 50.000 þegar heimildir eru fullnýttar og það finnst mér ekki vera neitt sem menn þurfa að hafa voðalega miklar áhyggjur af.