Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 17:32:49 (1643)

2000-11-13 17:32:49# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., fjmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[17:32]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Þetta frv. er systurfrumvarp þess frv. sem hér hefur verið rætt í dag og í síðustu viku um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og byggist á tillögum nefndar sem endurskoðað hefur tekjustofna sveitarfélaganna og lagt fram tillögur þar að lútandi.

Sá hluti tillagna tekjustofnanefndar sem snertir tekjustofna ríkisins, birtist í þessu frv. Lagt er til að skatthlutfall tekjuskatts einstaklinga lækki úr 26,41% í 26,08%, eða um 0,33%. Gert er ráð fyrir að þessi breyting komi til framkvæmda 1. janúar 2001, vegna staðgreiðslu á árinu 2001 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2002.

Ég legg til, herra forseti, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. efh.- og viðskn.