Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 18:13:48 (1649)

2000-11-13 18:13:48# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[18:13]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fór áðan yfir öll þau verkefni sem við blasir að sveitarfélögin munu þurfa að taka á sig --- sem sagt bæði verkefni sem þau hafa þurft að taka á sig á undanförnum árum og þau verkefni sem við blasir að þau taki að sér á næstu mánuðum og árum. En auk þess eiga sveitarfélögin eftir að gera kjarasamninga, um 60 kjarasamninga, sem eru lausir núna fyrir áramót. Þar mun örugglega bætast við töluverður kostnaður á sveitarfélögin.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þrátt fyrir allar þær ráðstafanir sem hv. þm. taldi upp og þær lagabreytingar sem hér er verið að leggja til, vanti engu að síður 2--3 milljarða til að brúa það bil sem sveitarfélögin hafa verið að berjast við að ná í tekjur í þegar tekjustofnarnir séu fullnýttir.