Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:18:04 (1667)

2000-11-13 19:18:04# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:18]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér sýnist að þessi fyrirhugaða útsvarshækkun geri gott betur en að taka til baka þennan barnabótaauka sem hæstv. ráðherra er að státa sig af og væri fróðlegt að fá útreikninga um það ásamt þeim áhrifum sem þessi útsvarshækkun mun hafa á einstaka tekjuhópa. Síðan segir ráðherra að þegar tekið er tillit til annarra aðgerða þá sé ekki um verulega skattahækkun að ræða.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fá þessa hækkun ekki upp borna í lækkun á fasteignagjöldum. Og barnabæturnar eru teknar aftur með þessari útsvarshækkun. Ég er sannfærð um, ef útreikningar væru skoðaðir í því sambandi, að þá er þessi barnabótaauki tekinn aftur í þeim áformum sem hér eru uppi um útsvarshækkun.