Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:26:51 (1671)

2000-11-13 19:26:51# 126. lþ. 23.5 fundur 196. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall) frv., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:26]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því að hæstv. fjmrh. viðurkennir að það kunni að vera að ríkissjóður hafi náð sér í tekjur við þær ýmsu breytingar sem gerðar hafa verið sem jafnframt hafa skert tekjur sveitarfélaganna. Ég fagna því. Það er góðs viti að það komi fram. Þá þurfum við ekki að ræða það mikið meira.

En ég endurtek það sem ég sagði áðan og það var þess vegna sem ég kom upp áðan, þ.e. til að andmæla því sem mér fannst koma fram í lokaræðu hæstv. fjmrh., að jafnt væri á komið með sveitarfélögunum og ríkissjóði við ýmsar breytingar, skattkerfisbreytingar, á hinu háa Alþingi, að þær skertu jafnframt tekjur ríkissjóðs.