Veiðieftirlitsgjald

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:52:35 (1680)

2000-11-13 19:52:35# 126. lþ. 23.10 fundur 216. mál: #A veiðieftirlitsgjald# (fjárhæðir) frv., MF
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:52]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það er svo sem ekki miklu við ræðu hv. þm. Jóhann Ársælsson að bæta. Þó eru spurningar til hæstv. sjútvrh. varðandi þann kostnað sem lagður er á útgerðina vegna veru eftirlitsmanna um borð. Hver eru laun þeirra eftirlitsmanna sem um borð eru? Felur þessi kostnaður í sér launin og annan kostnað sem við eftirlitið er? Er greitt til útgerðarinnar á móti vegna fæðis og annars kostnaðar sem útgerðin ber, annan en beinan peningalegan kostnað sem þarna er getið um? Er t.d. miðað við tryggingu sjómanna sem eru á úthaldi um borð í þeim bátum eða skipum sem eftirlit er haft með eða eru launakjör þessara starfsmanna allt önnur en sjómönnum er boðið upp á?