Veiðieftirlitsgjald

Mánudaginn 13. nóvember 2000, kl. 19:54:42 (1682)

2000-11-13 19:54:42# 126. lþ. 23.10 fundur 216. mál: #A veiðieftirlitsgjald# (fjárhæðir) frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 23. fundur, 126. lþ.

[19:54]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Mér er kunnugt um að sjómenn eru á hlutaskiptakerfi en hins vegar þegar ekki fiskast í hlut, þá er föst trygging. Það sem mér leikur forvitni á að vita er hvernig þessi tala, þessi kostnaður er fundinn út. Er þarna einungis um ferðakostnað og laun að ræða og miðað við það sem hæstv. ráðherra sagði megi menn draga frá áætlaðan fæðiskostnað af þessum peningum sem útgerðinni er ætlað að greiða í kostnað af veiðieftirlitsmönnum? Ef hann er innifalinn í þessari upphæð, þá hlýtur að vera miðað við þann kostnað, einhvern meðaltalskostnað hvort sem um er að ræða laun, ferðakostnað eða fæðiskostnað sjómanna, menn hjóta að taka mið af einhverju slíku. Eða er það kannski þannig að menn taka mið af dagpeningum eða ferðakostnaði opinberra starfsmanna? Það væri fróðlegt að vita.