Ráðningar í stöður minjavarða

Miðvikudaginn 15. nóvember 2000, kl. 14:36:47 (1780)

2000-11-15 14:36:47# 126. lþ. 25.5 fundur 187. mál: #A ráðningar í stöður minjavarða# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 126. lþ.

[14:36]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil láta þess getið að ekki eru einungis fjárhagslegar ástæður sem koma til álita við framkvæmd þessa lagaákvæðis heldur einnig kröfur um menntun og starfsfólk á þessu sviði. Það er því ekki ástæða til að láta þau orð verða lokaorðin í þessari umræðu að það sé einungis vegna þess að menn hafa ekki veitt nægt fé til þessa þáttar að það hafi tekið þennan tíma að framkvæma þetta bráðabirgðaákvæði. Það eru líka aðrar ástæður sem hafa ber í huga þegar þetta mál er rætt sem ég fór ekki út í enda snerist fyrirspurnin ekki um það en ég vil láta það koma fram að þetta er ekki aðeins spurning um fjármuni.