Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 11:18:12 (1838)

2000-11-16 11:18:12# 126. lþ. 26.3 fundur 117#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[11:18]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Svo vill til að meðan hv. þm. var að flytja mál sitt var verið að dreifa á Alþingi frv. til lokafjárlaga fyrir árið 1998 sem vannst ekki tími til að afgreiða í vor. Það frv. og umræður um það gefur tilefni til þess að hv. þm. geti rætt þau mál sem hann vék að við hæstv. fjmrh. og tekið frv. til athugunar í fjárln. sem ég veit ekki betur en hv. þm. eigi sæti í.