Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 12:38:13 (1851)

2000-11-16 12:38:13# 126. lþ. 26.3 fundur 117#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1999# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[12:38]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég sagði ekki að hlutafélagalög væru ofar öðrum lögum, ég sagði að lög um hlutafélög giltu um hlutafélög.

Ég hlýt líka að taka það fram að ef hv. þm. vilja að um þau fyrirtæki sem ríkið á meiri hluta í gildi ekki ákvæði hlutafélagalaga hljóta þeir að flytja frumvarp um það hvaða lög eigi að gilda um þau fyrirtæki sem ríkið á hlut í svo að almenningur viti að hverju hann gengur. Hitt er öldungis ljóst ef slík hlutafélög eiga að verða eitthvað öðruvísi hlutafélög bara við það að ríkið eignast meiri hluta mun það að sjálfsögðu hafa í för með sér að hlutabréfin falla í verði, þykist ég vita. Annars þori ég nú varla að tala um þessi mál á meðan ég tek eftir því að hv. 10. þm. Reykv. hlustar með mikilli athygli, því ég hafði nú ekki borið þessa skoðun mína undir hann sérstaklega. En ég hygg að nú eftir sem áður sé samt nokkuð ljóst að fullyrðing mín sé rétt.