Skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 15:20:10 (1881)

2000-11-16 15:20:10# 126. lþ. 26.4 fundur 118#B skýrslur umboðsmanns Alþingis 1998 og 1999# (munnl. skýrsla), HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[15:20]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það sé ekki nema gott ef ríkisstjórnin vandar betur frv. sín. Ef hún telur nauðsynlegt að segja á fót sérstakt lagaráð til þess finnst mér það líka ágætt. En lagaráð í Stjórnarráðinu dregur auðvitað ekki úr nauðsyn þess að Alþingi búi sjálft yfir yfirsýn varðandi lögfræðileg málefni. Ég tel að ekki sé nauðsynlegt að sérstök laganefnd sé sett hér á laggirnar heldur að skynsamlegra sé að bæta starfsskilyrði þingnefnda og þeirra sérfræðinga sem þingmenn geta gengið að við þingstörf, hvort sem lýtur að því að semja lagafrv., vinnu að nál. eða athugun á þingmálum.