Innflutningur dýra

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 17:00:28 (1913)

2000-11-16 17:00:28# 126. lþ. 26.5 fundur 154. mál: #A innflutningur dýra# (rekstur sóttvarna- og einangrunarstöðva) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[17:00]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eitt er þekkt í dýrafræðinni með snigilinn og það er að hann fer aldrei aftur á bak en heldur alltaf áfram og er nú hluti af kostum hans og hann er gætinn á ferðinni.

En hv. þm. ber litförótta stofninn mjög fyrir brjósti og telur að það þurfi endilega að flytja inn til að bjarga honum. Það kann vel að vera. Ég hef frekar trú á því að menn nái því hér. En ég ætla ekkert að hafna því að einhvern tíma komi til þess, það er aðeins eina leiðin ef menn þurfa þess í framtíðinni, þ.e. fósturvísirinn. En ég vil áskilja mér allan rétt til þess að fá að hugsa það með sjálfum mér. Vísindamenn hafa sannfært mig um að búfjárinnflutningur með fósturvísum sé svo til áhættulaus og auðvitað hlýtur það þá að gilda um allar greinar.

Ég segi að lokum, hæstv. forseti, við hv. þm. að miðað við það ræktunarátak sem hann minnti hér á í sambandi við litförótt og liti hestsins og hv. þm. styður, að þá vona ég að ég sjái þar árangur. En við getum ekkert lokað augunum fyrir þeirri staðreynd að sá sem hér stendur getur staðið frammi fyrir þessari spurningu frá einhverjum búfjárræktarmanni fljótlega.