Leiðrétting við ræðu

Fimmtudaginn 16. nóvember 2000, kl. 17:10:57 (1920)

2000-11-16 17:10:57# 126. lþ. 26.93 fundur 121#B leiðrétting við ræðu# (um fundarstjórn), HBl
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 126. lþ.

[17:10]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það er kannski langt teygst að velja sér þessa leið en óhjákvæmilegt er fyrir mig að leiðrétta ummæli sem ég hafði fyrr í dag í sambandi við skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem ég vitnaði til laga um skipulag ferðamála. Mér varð á að vitna þar til greina sem höfðu komið inn í lögin á árinu 1998, eru nr. 73/1998, í stað eldri greinar sem hljóðar svo:

,,Ferðaskrifstofa, eða samtök slíkra fyrirtækja, skal setja tryggingu fyrir endurgreiðslu fjár sem greitt hefur verið og fyrir greiðslu kostnaðar við heimflutning neytandans ef til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar viðkomandi ferðaskrifstofu kemur.``

Þessi grein skýrir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis, herra forseti.