SoG fyrir HBl

Mánudaginn 20. nóvember 2000, kl. 15:02:26 (1939)

2000-11-20 15:02:26# 126. lþ. 27.95 fundur 127#B SoG fyrir HBl#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 126. lþ.

[15:02]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég dvelst erlendis næstu tvær vikur og get því ekki sótt þingfundi leyfi ég mér, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að óska þess að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. e., Soffía Gísladóttir félagsmálastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Halldór Blöndal, 1. þm. Norðurl. e.``

Kjörbréf Soffíu Gísladóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki tekið sæti á Alþingi áður og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.