Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 20. nóvember 2000, kl. 17:26:33 (1973)

2000-11-20 17:26:33# 126. lþ. 27.5 fundur 197. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (barnabætur) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 126. lþ.

[17:26]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. Geir H. Haarde fyrir þessi svör. Mér finnst frekar gott að heyra það að landsfundur Sjálfstfl. sendir frá sér leiðbeiningar og vegvísa til forustu flokksins og til flokksins í ríkisstjórn, þegar hann er í ríkisstjórn, en að þeir geti þurft tíma til að framkvæma þessar leiðbeiningar og vegvísa, vegna þess að við getum þá áfram leyft okkur að tala um það sem stefnu Sjálfstfl. sem landsfundur Sjálfstfl. hefur sent frá sér.