Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 20. nóvember 2000, kl. 17:58:30 (1977)

2000-11-20 17:58:30# 126. lþ. 27.6 fundur 27. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa) frv., Flm. SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 126. lþ.

[17:58]

Flm. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er ástæða til að harma að hv. þm. skuli ekki lengur sitja í efh.- og viðskn. þar sem hann hefði getað lagt þessa ágætu skýringu sína inn við vinnu nefndarinnar að málinu.

Ég tel sjálfsagt og eðlilegt að skoða þetta í samhengi. Ég tel að það sé tímabært og að menn eigi að ganga til þeirra verka og að þau frv. og þær hugmyndir sem hér liggja fyrir gefi fyllilega tilefni til þess.

Það er alveg ljóst að bara það grundvallaratriði að menn greiða ekki sambærilega skatta af tekjum sínum eftir því hvernig þær eru upprunnar, vekur ákveðna úlfúð og spurningar. Menn verða þá að svara þeim spurningum betur en gert hefur verið ef þessi mismunur á að vera áfram fyrir hendi.