Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 20. nóvember 2000, kl. 18:03:12 (1981)

2000-11-20 18:03:12# 126. lþ. 27.6 fundur 27. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (söluhagnaður hlutabréfa) frv., JóhS (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 126. lþ.

[18:03]

Jóhanna Sigurðardóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir að þetta er mjög eðlileg athugasemd sem fram kemur hjá formanni þingflokks Samfylkingarinnar. Við erum að ræða mál sem tengist mjög stjfrv. hæstv. fjmrh. sem hér er á dagskrá á eftir. Það fjallar raunar um sama efni en framsóknarmenn hafa gert mjög alvarlegan fyrirvara við frv. hæstv. fjmrh. Þess vegna er mjög eðlilegt að einhverjir af þingmönnum Framsfl. séu viðstaddir umræðuna. Ég spyr hæstv. forseta hvort ekki sé hægt að fá þessa þingmenn inn í þingsalinn. Þegar ég var að athuga þetta hér á töflunni áðan sýndist mér aðeins einn þingmaður Framsfl. vera hér í húsi, þ.e. einn af varaforsetum þingsins. Ég spyr: Er ekki hægt að fá a.m.k. þann eina þingmann sem virðist vera í húsinu til þess að ræða við okkur um það mikilvæga frv. sem hér er á dagskrá?