Verðbréfaviðskipti

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 15:53:57 (2020)

2000-11-21 15:53:57# 126. lþ. 28.5 fundur 233. mál: #A verðbréfaviðskipti# (útboð og innherjaviðskipti) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[15:53]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil að það komi fram að ég er alveg sammála þeim reglum sem eru nú til umsagnar frá Fjármálaeftirlitinu og þær reglur eru settar fram á grundvelli laga sem voru samþykkt frá Alþingi sl. vor, 15. og 21. gr. laganna. Það er í sjálfu sér ekki mál sem við erum núna að fjalla um þó að allt tengist þetta nú meira og minna. Það sem við erum að fjalla um núna eru útboðsmálin og innherjaviðskiptin.

Má ekki segja, hæstv. forseti, að það sé sama hvaðan gott kemur? Þessar reglur sem eru unnar af Fjármálaeftirlitinu og eru til umsagnar eru mjög mikilvægar. Þær eru unnar í samvinnu við markaðinn engu að síður, þetta frv. er það líka eins og hér hefur komið fram. Ég bind miklar vonir við þessar reglur en sé ekki alveg hvað hv. þm. er að fara með því að telja að þær eigi endilega að vera í lögum.