Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 20:59:00 (2069)

2000-11-21 20:59:00# 126. lþ. 28.8 fundur 242. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[20:59]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég skil það alveg að það geta orðið mistök en mér finnst hæstv. ráðherra aðeins tala um stjórnarliðarnir hafi fengið þetta frv. til skoðunar og ég spurði að því hvort ekki hefði verið ástæða til að ræða þessi mál saman. Ég fékk ekki svar við því frá hæstv. ráðherra.

Varðandi afstöðu Öryrkjabandalagsins spyr ég hæstv. ráðherra: Hefur hann ekki áhyggjur af því þegar heildarsamtök fatlaðra, sem Öryrkjabandalagið er, eru á móti þessu? Hefði ekki verið réttara að geta þessi í grg. með frv. þar sem afstaða Öryrkjabandalagsins var komin fram þó nokkuð mikið áður en frv. er lagt fram aftur? Ég spyr því hæstv. ráðherra: Er ekki frekar villandi að segja að Öryrkjabandalagið sé samþykkt þessu, eins og kemur fram í grg., þegar þeir hafa sent frá sér umsögn um að þeir hvetji stjórnvöld til að falla frá þessu frv.?

Ég spyr hæstv. ráðherra aftur, herra forseti: Hefur hann ekki áhyggjur af afstöðu Öryrkjabandalagsins til þeirra miklu breytinga sem eru fram undan í þessu frv.?