Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 21:55:58 (2083)

2000-11-21 21:55:58# 126. lþ. 28.8 fundur 242. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[21:55]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það getur vel verið að það sé rétt að þegar fólk hefur andlit og þegar horft er á það í sveitarfélaginu, þá langi fólk að vera gott við þá sem eiga bágt. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem menn eru að frábiðja sér, (SvanJ: Það er ...) ómagahugsunin, að menn séu sagðir til sveitar. (Gripið fram í.) Nei, það er hv. þm. sem leggur málin upp með þessum hætti. Mér finnst það vægast sagt mjög ógeðfelldur hugsunarháttur. Það er gegn þessu sem samtök fatlaðra rísa og vísa þessari hugsun á bug.