Félagsþjónusta sveitarfélaga

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 23:17:06 (2099)

2000-11-21 23:17:06# 126. lþ. 28.8 fundur 242. mál: #A félagsþjónusta sveitarfélaga# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[23:17]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Nefnd sem sett var í það fyrir tveimur árum að gera tillögur um hvernig biðlistum yrði útrýmt eða hvernig við tækjumst á við það vandamál hefur skilað áliti. Við tókum það álit, gerðum að okkar og vinnum eftir því. Að vísu hefur orðið dálítil seinkun vegna þess að sum úrræði hafa reynst dýrari, m.a. vegna spennu á vinnumarkaði og hærri byggingarkostnaðar en við gerðum ráð fyrir. En þetta er allt á góðri leið. Ég á fastlega von á því og það er reyndar vissa mín að innan þriggja ára munum við komast fyrir þetta vandamál.