Stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum

Þriðjudaginn 21. nóvember 2000, kl. 23:45:54 (2113)

2000-11-21 23:45:54# 126. lþ. 28.13 fundur 215. mál: #A stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum# (gildistími) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 126. lþ.

[23:45]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef ég man rétt sagði hæstv. ráðherra að hann vonaðist til að þessi nefnd yrði búin að skila af sér fyrir áramót, ekki að það yrði komið fram frv. heldur að það yrði komin niðurstaða fyrir áramót.

Það verður þá borið til baka hafi ég rangt eftir með það. Ég veit að þeir sem voru í nefndinni gerðu ráð fyrir því að reyna sig við þetta verkefni. Ég hef hins vegar heyrt það frá nefndarmönnum að þeir telji að nú sé að verða ljóst að niðurstaðan geti aldrei komið fyrr en einhvern tíma í janúar. Það er það sem ég á við þegar ég held því fram að hér sé þegar töf á málum og auðvitað sé skiljanlegt að hæstv. ráðherra vilji hafa borð fyrir báru og gera ráð fyrir því að hægt sé að sinna öðrum málum þó að þetta tefjist.