Umferðaröryggismál

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 13:50:18 (2132)

2000-11-22 13:50:18# 126. lþ. 30.1 fundur 84. mál: #A umferðaröryggismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[13:50]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ekki er nema gott um það að segja sem hæstv. ráðherra var að telja upp um endurbætur í þessum málum. En það er þó þannig, af því að hér var nefnd lausaganga búfjár og slys af þess völdum, að t.d. á því svæði þar sem flest slys verða, þ.e. í Vesturlandi, af þessum sökum yfir allt landið og það langflest, hefur lögreglan í Borgarnesi ekki getað mannað lögregluþjónsstöðurnar hjá sýslumannsembættinu vegna fjárskorts. Það segir sína sögu um ástandið í þessum málum. Hæstv. ráðherra hefur ekki getað komið til móts við sýslumann í Borgarnesi hvað varðar fjármagn til að manna stöðurnar sem má þó hafa.