Vegagerðarmenn í umferðareftirliti

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 14:05:15 (2140)

2000-11-22 14:05:15# 126. lþ. 30.2 fundur 85. mál: #A vegagerðarmenn í umferðareftirliti# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[14:05]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Ég lít svo á að spurningum hv. fyrirspyrjanda hafi verið svarað. Mér finnst rétt að athugasemdir hennar verði skoðaðar. En ég bendi hins vegar á það og ítreka að vegaeftirlitsmönnum er að sjálfsögðu ekki ætlað að ganga inn í störf lögreglumanna, svo að það sé alveg á hreinu.

Ég þakka hv. þm. fyrir áhuga þeirra á þessum tveimur fsp. í sambandi við umferðaröryggismál. Ég tel mjög mikilvægt að við snúum bökum saman og tökum á til að reyna að snúa við í þeirri óheillaþróun sem orðið hefur að undanförnu og hefur kostað allt of mörg mannslíf. Við þurfum virkilega að standa saman. Við þurfum þjóðarátak.