Lækkun húshitunarkostnaðar árið 2001

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 14:13:49 (2143)

2000-11-22 14:13:49# 126. lþ. 30.3 fundur 247. mál: #A lækkun húshitunarkostnaðar árið 2001# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[14:13]

Gísli S. Einarsson:

Virðulegur forseti. Þessi fsp. hv. þm. Kristjáns Möllers er mjög þörf. Mér skilst að nefnd vinni að tillögum um jöfnun húshitunarkostnaðar og vísa ég þá sérstaklega til seinni spurningarinnar sem er borin fram. Ég tel einboðið að sú nefnd, undir forustu hv. þm. Arnbjargar Sveinsdóttur, skili tillögum þar að lútandi fyrir endanlega afgreiðslu fjárln. á fjárlögum fyrir árið 2001.

Ég spyr hæstv. iðnrh.: Gæti það ekki orðið svo til að hægt sé að koma skikki á þessi mál sem menn hafa verið að ræða varðandi dýrar hitaveitur á undanförnum tveimur árum, þ.e. í hvert skipti sem fjárlög eru afgreidd? Ég vísa þar sérstaklega til álits frá stjórn Byggðastofnunar frá síðasta ári varðandi þetta mál.