Fyrirtæki í útgerð

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 14:29:51 (2150)

2000-11-22 14:29:51# 126. lþ. 30.4 fundur 138. mál: #A fyrirtæki í útgerð# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[14:29]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það er ekki líklegt að stjórnvöld leysi þetta mál, miðað við það sem hæstv. ráðherra hefur verið að segja, nema menn fari að lýsa yfir einhverjum skoðunum og stefnu í málinu. Þetta snýst auðvitað um að það verður að skilja á milli veiða og vinnslu. Það er ekki hægt að skapa eðlilegt samkeppnisumhverfi í þessari grein öðruvísi en að það verði gert. Það er kominn tími til þess að takast á við þann vanda og sá tími er raunverulega löngu kominn.

Hæstv. ráðherra sagði að menn hefðu ekki sjálfdæmi um verð. En það hefur ríkt styrjaldarástand um verðlagningu á fiski til margra ára. Sjómenn hafa verið mjög óánægðir og talið að sinn hlutur væri fyrir borð borinn og það þarf ekki annað en lesa tölurnar til að sjá að það er rétt. Þeir hafa ekki fengið eðlilegt skiptaverð miðað við verðið sem er á markaðnum. Þetta er óþolandi þegar menn hafa það í huga sem er í öðrum greinum, t.d. úrskurðaði Samkeppnisstofnun að ekki mætti reka farsíma innan símafyrirtækis (Forseti hringir.) í landinu vegna þess að það væri brot á samkeppnislögum, en það má stunda fiskveiðar og útgerð eða útgerð og ... (Forseti hringir.)