Framleiðsla og sala áburðar

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 15:04:59 (2165)

2000-11-22 15:04:59# 126. lþ. 30.7 fundur 218. mál: #A framleiðsla og sala áburðar# fsp. (til munnl.) frá landbrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[15:04]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég veit ekki betur en hæstv. landbrh. hafi gefið út reglugerð á síðasta ári varðandi kadmíuminnihald áburðar og í allri umræðu um innflutning á áburði held ég að það hafi komið fram að til landsins er fluttur áburður og framleiddur hér á landi sem er langt innan við viðmiðunarmörk Evrópusambandsins. Við erum því að nota mjög vistvænan áburð má segja. Hvað varðar lambakjötið, þá þarf enginn að vera hræddur um að lömbin verði fyrir kadmíumeitrun. Ég held að hvergi hafi komið fram í mælingum á gróðri neitt um kadmíuminnihald og lömb sem ganga á útjörð allt sumarið bíta ekki gras sem áburði hefur verið dreift á í nokkrum mæli.