Sjókvíaeldi

Miðvikudaginn 22. nóvember 2000, kl. 15:18:54 (2171)

2000-11-22 15:18:54# 126. lþ. 30.8 fundur 227. mál: #A sjókvíaeldi# fsp. (til munnl.) frá landbrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég tek þau sjónarmið að við kvíaeldi eigi öryggis- og heilbrigðissjónarmið að ráða ferðinni. Í dag er í gangi tilraun í sjóeldi og fyrir liggja fyrir umsóknir um stóriðju á þessu sviði. Ég er þeirrar skoðunar að ef við viljum hafa slíkt að atvinnu okkar í framtíðinni og koma upp kvíaeldi þar sem hægt er að stunda það, þá eigum við að standa vel að verki frá upphafi og gæta allra þeirra öryggis- og heilbrigðissjónarmiða sem við þekkjum. Lögin um mat á umhverfisáhrifum eru þau lög sem geta hjálpað okkur við það.