Skipun í nefndir og ráð á vegum ríkisins

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:07:17 (2185)

2000-11-27 15:07:17# 126. lþ. 32.1 fundur 137#B skipun í nefndir og ráð á vegum ríkisins# (óundirbúin fsp.), ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:07]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég vil árétta nauðsynina á því að sjónarmið fólks hvaðanæva að af landinu komist að í nefndum og ráðum. Grunnvinnan fer í mörgum tilvikum fram í þessum nefndum og ráðum og það er sláandi hve fátt fólk er úr öðrum landshlutum, t.d. Vesturlandi 4,4%, Vestfjörðum 2,3%, Norðurl. v. 2,7%, Austurlandi 3% og Norðurl. e. 5% eins og ég sagði áðan. Ég fagna því að vísu að þetta eru heldur betri tölur en fyrir tveimur árum þegar 83,8% voru af höfuðbogarsvæðinu. Hlutfallið er þó komið í 77,6% nú. En það skýrist af því einu að stjórnir heilsugæslustöðva eru komnar víða út um landið og hefur það rétt stöðuna. Þetta er sannarlega mál sem þarf að hafa í huga þegar skipað er í nefndir og ráð á vegum ríkisins.