Niðurstöður Haag-ráðstefnunnar um loftslagsbreytingar

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:29:09 (2200)

2000-11-27 15:29:09# 126. lþ. 32.1 fundur 140#B niðurstöður Haag-ráðstefnunnar um loftslagsbreytingar# (óundirbúin fsp.), umhvrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:29]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég tel mig hafa fulla heimild til að skýra frá samtölum sem ég á við fólk annars staðar en ég heyri að það kemur ýmsum mjög illa. Fólk er að kalla eftir því úti í heimi að hægt verði að nota meira af endurnýjanlegum orkugjöfum og fara úr olíunni, úr kolunum og úr kjarnorkunni. Þetta er nákvæmlega það sem Íslendingar eru að bjóða upp á og það er jákvætt. Margir sjá það þó að viðkomandi fyrirspyrjandi sjái það kannski ekki.

Hvað varðar viðræðurnar þá strönduðu þær á stærstu ríkjunum. Bandaríkjamenn og Evrópusambandið töldu sig vera búin að semja um tíma. Síðan kom í ljós að það stóðst ekki vegna innri ágreinings hjá Evrópusambandinu. Við reyndum allt sem við gátum til þess að koma málum í höfn og liðka fyrir en við féllum á tíma og við féllum sameiginlega á tíma og það bera allir einhverja ábyrgð í því. En aðallega voru það stóru ríkin sem sátu með samningsumboðið á lokasprettinum og það eru þau ríki sem munu verða að gefa meira eftir til að samningar náist.