Arkitektanám á Íslandi

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:43:00 (2210)

2000-11-27 15:43:00# 126. lþ. 32.1 fundur 142#B arkitektanám á Íslandi# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:43]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Eins og hv. þingmönnum er kunnugt eru samskipti ráðuneytisins við háskólana þess eðlis að samið er við þá um ákveðnar fjárveitingar og síðan er það háskólanna að meta til hvers þeir peningar fara, hvort þeir fara í arkitektanám, verkfræðinám eða eitthvað annað. Við lítum þannig á að það sé ekki endilega háð samþykkti menntmrn. hvort nýjar greinar komi til sögunnar í einstökum skólum. En það er ljóst að Háskóli Íslands hefur uppi þessi áform. Listaháskólinn hefur einnig á döfinni að koma á laggirnar hönnunardeild og fara inn á þær brautir þó að ekki sé þar um arkitektanám í sjálfu sér að ræða. Þarna skarast greinilega sviðin með einum eða öðrum hætti en ráðuneytið er í samningum við báða þessa skóla.