Arkitektanám á Íslandi

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 15:45:10 (2212)

2000-11-27 15:45:10# 126. lþ. 32.1 fundur 142#B arkitektanám á Íslandi# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Eins og ég sagði þá er það stefna menntmrn. að það sé háskólanna að ákveða hvaða nám þeir bjóða. Það er ekki ráðuneytið sem ákveður hvaða nám er í boði í einstökum háskólum. Það sem um er að ræða er að við semjum við háskólana um ákveðið fé til nemenda, nemendafjölda í skólunum og Háskóli Íslands hefur uppi áform um að stofna arkitektadeild hjá sér.

Það er einnig ljóst að Listaháskólinn hefur uppi áform um að stofna sína eigin hönnunardeild. Málum er hins vegar ekki svo farið að arkitektar séu á einu máli um hvort vista eigi þetta í Háskóla Íslands eða Listaháskóla Íslands.