Fjáraukalög 2000

Mánudaginn 27. nóvember 2000, kl. 19:09:12 (2248)

2000-11-27 19:09:12# 126. lþ. 32.2 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv., Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 126. lþ.

[19:09]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vakti athygli á þessu við hv. þm. og varaformann fjárln. vegna þess að hann gat þess í ræðu að það sem væri komið fram í frv. til fjáraukalaga væru allt saman meira eða minna sjálfsagðir hlutir og í eðlilegum farvegi hvað vinnu snertir.

Ég vil bara árétta að það geta verið forsendur fyrir því að breytingar verði á gjöldum frá því að fjárlög eru lögð fram í desember og þar til ný fjárlög koma í desember árið eftir. Þess vegna verður að fara að fjárreiðulögum og leggja þær beiðnir fyrir fjárln. Fjárln. og Alþingi geta líka haft frumkvæði að því að taka gjöld eða útgjöld fyrir ríkið inn á fjáraukalög.

Ég vil leyfa mér að spyrja hv. varaformann fjárln.: Finnst honum ekki ráð til að styrkja stjórnsýsluna og styrkja störf fjárln. og styrkja þingræðislega aðkomu Alþigis að fjárlögunum og fjárútlátum ríkisins að við tökum upp fjáraukalög fyrr á árinu, t.d. að vori þegar Alþingi hefur samþykkt lög um hinar og þessar hugsanlegar fjárskuldbindingar, og skerpum þannig á lýðræðinu og styrkjum þingræðið í meðferð fjármála og fjármuna ríkisins?