Skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 14:15:59 (2277)

2000-11-28 14:15:59# 126. lþ. 33.91 fundur 143#B skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar# (aths. um störf þingsins), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[14:15]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ljóst er að meiri hlutinn á Alþingi ætlar að stofna til mikillar umræðu um skattamálin í þinginu og ég óttast til nokkurs ófriðar einnig. Við munum fara út í efnislega umræðu um þessi mál síðar í dag, en ég tel mikilvægt að hér komi fram ákveðnar leiðréttingar í ljósi yfirlýsinga sem fram hafa komið frá stjórnarþingmönnum. Ekki vakir fyrir minni hlutanum að tefja framgang tekjuskattsfrv. Það sem vakir fyrir minni hlutanum að gera er að tryggja heildstæða lausn sem sátt geti orðið um í samfélaginu. Við viljum taka tillit til nýrra upplýsinga sem fram hafa komið frá heildarsamtökum launafólks. Þess vegna var óskað eftir framhaldsfundum til að freista þess að finna slíka lausn.

Að öðru leyti, herra forseti, mun ég ræða efni þessara frv. síðar við umræðuna í dag og á næstu dögum.