Fjáraukalög 2000

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 14:22:44 (2280)

2000-11-28 14:22:44# 126. lþ. 33.1 fundur 156. mál: #A fjáraukalög 2000# frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[14:22]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Afgreiðslu þessa fjáraukalagafrv. þarf að ljúka. Þessi afgreiðsla er með öðrum hætti en venjulega að því leyti að ýmsar æðstu stofnanir ríkisins fara ekki að fjárreiðulögum eins og vera ber. En Samfylkingin veitir af þeirri ástæðu sem ég nefndi í upphafi frv. brautargengi til 3. umr. vegna þess að þessu þarf að ljúka.