Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 16:59:47 (2300)

2000-11-28 16:59:47# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[16:59]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað vatnið varðar þá í sjálfu sér finnst mér þetta vera jafnræðismál og sveitarstjórnarmál hvort sem fólkið býr í dreifbýli eða þéttbýli. Í mörgum sveitarfélögum eru þéttbýliskjarnar. Þar hefur verið styrkt. Dreifbýlið hefur setið við annað borð sem væri jafnvel hægt að kæra út frá jafnréttislögum. Hér er ekki verið að tala um stórar upphæðir til styrktar ef ég veit rétt, um það bil 25 millj. á ári þannig að þetta er í góðri höfn.

[17:00]

Enn er mitt góða hjarta til staðar sem Samfylkingin fann einhvern tíma nafnið á og kallaði gullhjarta. Ég finn til með þeim sem eiga erfitt og enginn skal gera lítið úr því. Ég er klár á því að lækkaður fasteignaskattur til þeirra sem hafa litlar tekjur er mikil kjarabót. Hafi þeir lág laun og litlar tekjur þá hækka ekki skattar á þessu fólki.

Ég bið menn því að snúa ekki út úr umræðunni heldur að skynja að þar er verið að koma á móts við bæði landsbyggðina og lægra launað fólk.