Tekjustofnar sveitarfélaga

Þriðjudaginn 28. nóvember 2000, kl. 21:20:17 (2331)

2000-11-28 21:20:17# 126. lþ. 33.2 fundur 199. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (útsvar, fasteignaskattur o.fl.) frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 126. lþ.

[21:20]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég spyr hv. þm.: Hvers vegna eiga bændur á lögbýlum að lúta öðrum lögum varðandi vatnsöflun en þeir sem búa í þéttbýli? Samkvæmt lögum ber sveitarfélögunum að sjá um þessi mál. Það er þeirra. Þær 25 millj. sem eiga að ganga til þessara verka og verða trúlega ekki nýttar allar, eru algjört hámark að mati þeirra sem til málsins þekkja. 25 millj. af jöfnunarsjóðnum eru nánast bara smáaurar.